Laus störf hjá Kids-world
Vertu hluti af liðinu hjá Kids-world
Kids-world er stærsta netverslunarfyrirtæki Danmerkur þegar kemur að sölu á fötum, skóm, leikföngum og húsgögnum fyrir börn. Framtíðarsýn Kids-world er að vera uppáhalds verslunarstaður barnafjölskyldunnar, ekki aðeins í Danmörku heldur einnig á alþjóðavettvangi.
Við hjá Kids-world höfum brennandi áhuga á að veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustuna, þar sem viðskiptavinir geta fundið að þeir séu að eiga samskipti við manneskjur. Það er okkar helsta markmið að við eigum gott samband við viðskiptavinina okkar.
Kids-world þorir að láta sig dreyma stórt. Þess vegna erum við stöðugt hungruð í að taka næsta skref. Við erum því stöðugt að leita að starfsmönnum sem munu hjálpa okkur að gera teymin sem þegar hafa verið hleypt af stokkunum enn skarpari .
Hjá Kids-world geturðu verið viss um að lenda í teymi þar sem allir hafa brennandi áhuga á bæta sig, þróa vinnustaðinn og ekki síst sjálfa sig. Samnefnari framtíðar samstarfsmanna þinna er að við hjálpumst að þvert á starfssvið sem þýðir að við höfum mikinn skilning á starfi hvers annars.
Við hjá já Kids-world höfum við alltaf áhuga á klárum samstarfsmönnum í markaðssetningu
Þar sem við stefnum á að þróast erum við alltaf að leita að hæfileikaríkum sérhæfðum markaðsffræðingum, sérstaklega þegar kemur að því að skapa lífræna umferð eða greiða markaðssetningu. Það er mikilvægt að þú sért vel að þér í stafrænu umhverfi þar sem engir dagar eru eins.
Vinsamlega sendu okkur kynningarbréf ásamt ferilskrá á jobs@kids-world.dk
Ekki hika við að senda okkur umsókn þó við séum ekki að auglýsa
Ef þú finnur ekki draumastarfið þitt á meðal auglýstra starfa eða það er ekki auglýst staða sem passar við kunnáttu þína, er þér samt hjartanlega velkomið að senda okkur umsókn.
Ef þú vilt senda okkur umsókn fyrir starf sem er ekki auglýst er mikilvægt að þú látir ferilskrána þína fylgja með, skrifir hvað þú getur lagt af mörkum og hvers vegna þú vilt vera hluti af teyminu hjá Kids-world. Vinsamlegast sendið tölvupóstinn ájobs@kids-world.dk.
Umsókn verður geymd á stafrænu formi í sex mánuði og eftir það verður henni eytt. Ef þú vilt ekki að umsókn þín sé geymd í skrám okkar geturðu látið eyða henni hvenær sem er með því að senda tölvupóst ájobs@kids-world.dk.
Umsóknarferlið
Eftir að þú hefur sent inn umsókn kappkostum við að þú fáir kvittun fyrir umsókninni þinni innan viku.
Eftir að umsóknarfrestur rennur út
Eftir að umsóknarfresturinn rennur út mun starfsmannasvið lesa yfir allar umsóknir og velja þá umsækjendur sem við viljum boða í viðtal.
Viðtalið er persónulegs eðlis. Auk þess að heyra meira um starfið gefst þér einnig tækifæri til að heyra meira um okkur um leið og við fáum aukna innsýn í bakgrunn þinn, reynslu og færni.
Eftir viðtalið
Við höfum samband við alla umsækendur, sama hvort þeir fengu starfið eða ekki. Það smtal fer fram með tölvupósti eða í gegnum síma.
Trúnaður og siðareglur
Við leggjum mikla áherslu á siðferði og trúnað í ráðningarferlinu. Við meðhöndlum umsókn þína af fagmennsku og virðingu.